Íslenski boltinn

Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fagna hér einu marka sinna í leiknum í gær.
FH-ingar fagna hér einu marka sinna í leiknum í gær. Stöð 2 Sport

FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

Það reyndi vel á FH í leiknum því Andri Rúnar Bjarnason kom Vestra tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum.

Fyrst í 1-0 með skalla eftir sendingu frá Benedikt V. Warén og svo í 2-1 af stuttu færi eftir skallsendingu frá Ibrahima Balde.

Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði í bæði skiptin og í báðum tilfellum eftir stoðsendingu frá Ástbirni Þórðarsyni.

Sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu en þar skoraði Úlfur Ágúst Björnsson af miklu öryggi. Hans fyrsta mark í Bestu deildinni í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá þessi fimm mörk úr fyrsta heimaleik FH í Bestu deildinni sumarið 2024. FH hafði spilað fyrstu fjóra leiki sína á útivelli.

Klippa: Mörkin úr leik FH og Vestra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×